Giftu sig í þriðja skiptið

Jools og Jamie Olver létu pússa sig saman aftur.
Jools og Jamie Olver létu pússa sig saman aftur. Skjáskot/Instagram

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver og eiginkona hans, Jools Oliver, endurnýjuðu heitin á dögunum. Hjónin gengu í hjónaband í fyrsta skiptið árið 2000. 

Hjónin endurnýjuðu heitin fyrst árið 2023 í fjölskylduferð á Maldíveyjum, þau gerðu það aftur í Las Vegas með Elvis-þema. Þau birtu myndir af sér eftir að þau játuðust hvort öðru í þriðja sinn í Graceland Elvis-kapellunni í Las Vegas. Jools Oliver var klædd í gallabuxur og blúnduskyrtu á meðan stjörnukokkurinn Jamie Oliver var í jakkafötum í anda Elvis. Það var Elvis eftirherma sem gaf hjónin saman.  

Hjónin hafa verið lengi saman og eiga fimm börn saman sem eru á aldrinum sjö til 21 árs. Auk þess að birta myndir frá stóra deginum í ár birtu þau gamla brúðkaupsmynd frá því þau voru ung. Á gömlu myndinni mátti einnig glitta í Elvis eftirhermu. 

View this post on Instagram

A post shared by Jamie Oliver (@jamieoliver)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir