Myndband við þjóðhátíðarlagið 2024 er komið út

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir gefur út einlægt tónlistarmyndband við þjóðhátíðar …
Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir gefur út einlægt tónlistarmyndband við þjóðhátíðar lagið í ár sem heitir Töfrar. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur gefið út tónlistarmyndband við þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fagnar 150 ára afmæli í ár en hátíðin hefur lengi verið vinsælasta útihátíð landsins. Hún hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins.

Í samtali við mbl.is í apríl síðastliðinn segir Jóhanna að þetta er lagið sem hún hefði verið að leita að.

„Þegar ég var búin að hlusta á lagið að þá rann það upp fyr­ir mér að þetta er lagið sem að ég hef verið að leita að en mig hef­ur lengi langað til að gera svona ábreiðu, með lagi sem að fólk myndi ekki endi­lega giska á að ég myndi flytja. Ég lét bara vaða og er virki­lega ánægð með út­kom­una og ég vona að þið séuð það líka,” seg­ir Jó­hanna Guðrún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir