Notebook-stjarna með Alzheimers

Leikkonan Gena Rowlands sem fór með hlutverk eldri útgáfu Allie …
Leikkonan Gena Rowlands sem fór með hlutverk eldri útgáfu Allie í The Notebook berst við Alzheimers. Ljósmynd/mbl.is

Leikkonan Gena Rowlands, sem hefur átt farsælan feril á leiksviðinu, er komin með Alzheimers-sjúkdóm. Þetta tilkynnti sonur hennar og leikstjórinn Nick Cassavets, en móðir hans varð 94 ára þann 19. júní síðastliðinn. 

Rowlands lék á hvíta tjaldinu í næstum 70 ár en hún hefur unnið til fjölda kvikmyndaverðlauna í gegnum tíðina. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem eldri útgáfa af Allie í kvikmyndinni The Notebook en leikkonan Rachel McAdams lék yngri útgáfu karaktersins sem varð eftirminnilega ástfangin af Noah. 

Cassavets segir í viðtali við Entertainment Weekly að síðustu daga hafi hann hugsað mikið til kvikmyndarinnar The Notebook sem fagnar 20 ára afmæli í ár. Hann vann að myndinni með móður sinni á sínum tíma en honum finnst undarlegt að hugsa til þess að karakterinn sem móðir hans lék, gamla Allie, var einmitt líka með Alzheimers. 

„Ég fékk móður mína til að leika eldri Allie og við vörðum miklum tíma saman í að tala um Alzheimer því við vildum að persóna hennar yrði einlæg. Núna síðustu fimm árin hefur hún sjálf verið að glíma við Alzheimers. Sjúkdómurinn hefur tekið yfir en þetta er svo klikkað því við höfum þekkt fólk með sjúkdóminn, hún lék þetta og nú er komið að okkur,“ segir Cassavets. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir