Rokkstjarna í vísindamiðlun kom í óvænta heimsókn

Neil deGrasse Tyson var mjög áhugasamur um jarðvísindasýninguna í dag
Neil deGrasse Tyson var mjög áhugasamur um jarðvísindasýninguna í dag Ljósmynd/Hellisheiðavirkjun

Bandaríski stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna á Hellisheiðavirkjun, starfsmönnum sýningarinnar til mikillar gleði. 

Jarðhitasýningin er fræðslusetur þar sem gestum gefst tækifæri á að fræðast um jarðvarma og sjálfbæra orku á Íslandi. 

Starfsmenn sýningarinnar voru ekki meðvitaðir um að Neil ætlaði að koma í heimsókn í dag. 

„Hann kom bara sem hluti af hópi sem kom með skemmtiferðaskipi, og við eiginlega föttuðum ekki hver þetta var fyrr en hann fór að spyrja spurninga,“ segir Sindri Smárason starfsmaður jarðhitasýningarinnar við Hellisheiðavirkjun í samtali við mbl.is. 

Sindri segir að Neil hafa verið mjög áhugasamur um sýninguna en að hann hafi sýnt Carbfix sérstakan áhuga. Í sýningunni eru gestir fræddir um starf Carbfix, sem vinnur að því að breyta koldíoxíð í stein til þess að sporna gegn loftlagsbreytingum. 

Rokkstjarna í vísindamiðlun

Í færslu sem birtist á Instagram-síðu jarðvísindasýningarinnar má sjá starfsmenn sýningarinnar ásamt deGrasse Tyson. 

„Frábært tækifæri fyrir vísindamiðlarana okkar að hitta eina af rokksstjörnum í vísindamiðlun. Neil spurði okkur spjörunum úr um jarðhitann og orkuframleiðsluna," segir í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir