Svona féll Kelce fyrir Swift

Travis Kelce og Taylor Swift kyssast eftir sigur Kansas City …
Travis Kelce og Taylor Swift kyssast eftir sigur Kansas City Chiefs. AFP/Ezra Shaw

NFL-leikmaðurinn Travis Kelce og tónlistarkonan Taylor Swift eru heitasta par í heimi þessa dagana. Kelce greindi frá því nýlega hvernig hann vissi að Swift væri sú eina rétta. 

Það var í september 2023 sem Swift mætti í fyrsta skipti á Arrowhead-leikvanginn í Kansas-borg að fylgjast með Kelce. Swift staðfesti samband þeirra með því að mæta á leikinn en Kelce segir í hlaðvarpsþætti að því er fram kemur á vef ET að hún hafi neitað sérstakri öryggisgæslu. 

„Mig langar bara að vera í kringum fjölskyldu og vini og upplifa þetta með öllum,“ sagði Swift við Kelce þegar hann bauð henni auka öryggisgæslu. „Hún fékk helling af stigum fyrir það. Ég hugsaði með mér að hún væri brjáluð. Hún vill styðja mig og gera hluti eins og þessa. Hún vann mig yfir með þessu,“ sagði Kelce. 

Tónlistarkonan Taylor Swift kyssir kærasta sinn Travis Kelce.
Tónlistarkonan Taylor Swift kyssir kærasta sinn Travis Kelce. AFP/Patrick Fallon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Þegar þér er boðið eitthvað meiriháttar, skaltu ekki fá samviskubit heldur þiggja það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir