Hollywood-leikkonan Emma Roberts er litla frænka ofurstjörnunnar Juliu Roberts. Emma Roberts segir það hafa verið ógnvekjandi að fylgjast með því hversu fræg Julia Roberts varð.
Emma Roberts er dóttir leikarans Erics Roberts sem er bróðir Juliu Roberts. „Ég sá þetta mjög greinilega með Juliu frænku mína,“ sagði Emma Roberts í viðtali í hlaðvarpsþætti að því fram kemur á vef Page Six þegar hún var spurð út í markmiðið að verða kvikmyndastjarna.
„Þetta er skemmtilegt og frábært en það er hluti af þessu sem er mjög ógnvekjandi,“ sagði Emma Roberts.
Emma Roberts segir að hún hafi viljað fara sína eigin leið í stað þess að feta í fótspor frænku sinnar. „Frægð var aldrei markmiðið af því að frægð á ákveðnu stigi getur verið ógnvekjandi,“ sagði Emma Roberts.
„Jafnvel seint á unglingsárunum hugsaði ég með mér að mig langaði ekki að frægðin tæki yfir vinnuna,“ sagði hún. „Af því það er ekkert meira ógnvekjandi en að vera svo frægur að þú ert aldrei einn en þú færð heldur ekki góð verkefni.“