Giftingahringurinn aftur á en hjónabandið í molum

Ben Affleck er enn með giftingahringinn. Hér er hann með …
Ben Affleck er enn með giftingahringinn. Hér er hann með eiginkonu sinni Jennifer Lopez. AFP/ Michael Tran

Leikarinn Ben Affleck er búinn að setja upp giftingahringinn aftur og passar að allir taki eftir því. Orðrómur um skilnað hans og Jennifer Lopez hefur verið hávær að undanförnu. 

Affleck var með aðra höndina út um gluggann á leið sinni frá skrifstofu sinni í Los Angeles á þriðjudaginn. Þar var hann myndaður af götuljósmyndara Page Six sem kom auga á hring á hendi Afflecks. 

Beðið er í ofvæni eftir skilnaðaryfirlýsingu frá Affleck og Lopez. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Affleck spásseraði um Los Angeles án giftingahringsins á meðan Lopez sólaði sig ein á Ítalíu. Hringurinn er kominn aftur á hendina en hjónabandið enn í molum. Lopez af­lýsti tón­leika­ferðalagi sínu í sum­ar til þess að ein­beita sér að fjöl­skyld­unni. 

Hér má sjá hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez láta …
Hér má sjá hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez láta vel að hvort öðru þegar allt lék í lyndi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir