Laufey skólaði Kelly Clarkson til í íslensku

Laufey Lín var gestur Kelly Clarkson í vikunni.
Laufey Lín var gestur Kelly Clarkson í vikunni. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var gestur í spjallþætti Kelly Clarkson á miðvikudaginn þar sem hún tók lagið Bored. Laufey fór meðal annars yfir íslenskuframburð Clarkson og spjallaði um tónlistina. 

Hin bandaríska Clarkson átti erfitt með að bera nafnið Laufey fram. Laufey endurtók nafnið nokkrum sinnum fyrir hana og sagði Clarkson nafnið minna á frönsku. „Íslenska er frekar erfið,“ sagði Laufey þá.

Björk en ekki Bjork

Seinna í þættinum þegar Clarkson þurfti að endurtaka nafn Laufeyjar sagði Laufey ekkert mál fyrir hana að bera nafnið fram á sinn hátt. Hún tók nafn tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sem dæmi um nafn sem væri alltaf borið fram öðruvísi erlendis.

„Þetta er eins og Björk og Bjork. Allir kalla hana Bjork en hún heitir Björk,“ sagði Laufey. Clarkson gapti af undrun en hún hélt að nafn Bjarkar væri borið fram með o-i. „Sjáðu, þú vissir það ekki,“ sagði Laufey. „Heitir hún ekki Bjork?,“ spurði Clarkson steinhissa.  

Hér fyrir neðan má sjá Laufey hjá Kelly Clarkson, bæði viðtalið og flutning hennar á laginu Bored. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir