Minnist Perry með því að horfa á Friends

Lisa Kudrow, Jennifer Aniston, Matthew Perry og Courtney Cox. Kudrow …
Lisa Kudrow, Jennifer Aniston, Matthew Perry og Courtney Cox. Kudrow horfir stundum á Friends og minnist í leiðinni Matthew Perry. AFP/ MIKE NELSON

Friends-leikkonan Lisa Kudrow er að horfa á þættina um vinina í New York um þessar mundir til þess að rifja upp tímann með leikaranum Matthew Perry. Perry lést í október 54 ára gamall. 

Kudrow á erfitt með að horfa á sjálfa sig á skjánum. „Í hreinskilni sagt þá gat ég ekki horft á þá af því það er of vandræðalegt að horfa á sjálfa þig. En ef þú lætur þetta snúast um Matthew þá er þetta í lagi,“ segir Kudrow í viðtali við The Hollywood Reporter

Kudrow segist skemmta sér nú þegar hún horfir á Friends. 

„Ég hlæ upphátt og allir eru bráðfyndnir,“ segir Kudrow og segist vera mjög hrifin af mótleikurum sínum. Hún talar sérstaklega vel um hæfileika Perry til þess gera grín. „Stundum hlæ ég jafnvel að því sem ég gerði,“ segir Kudrow. Hún segir reyndar vandræðalegt þegar einhver kemur að henni heima þegar hún er að horfa á Friends. 

Vinkonurnar Courteney Cox, Lisa Kudrow og Jennifer Aniston.
Vinkonurnar Courteney Cox, Lisa Kudrow og Jennifer Aniston. AFP/Frederic J. BROWN
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir