Troða upp í minningu Steingríms

Foringjarnir eru enn í fullu fjöri; Oddur F. Sigurbjörnsson, Þórður …
Foringjarnir eru enn í fullu fjöri; Oddur F. Sigurbjörnsson, Þórður Bogason og Jósep Sigurðsson. Morgunblaðið/Eggert

Rokkhljómsveitin Foringjarnir mun troða upp í fyrsta sinn í 35 eða 36 ár á landsmóti Sniglanna í næstu viku. 

Steingrímur Erlingsson bassaleikari hafði stundum fært í tal við sína gömlu félaga í Foringjunum hvort þetta gamla rokkband, sem stofnað var 1986, þyrfti ekki að koma aftur saman og efna til tónleika. Viljinn var sannarlega fyrir hendi en ekkert varð hins vegar úr. Svo þegar Steingrímur féll skyndilega frá fyrir hálfu öðru ári sáu eftirlifandi félagar hans sæng sína upp reidda; þeir yrðu láta þennan gamla draum rætast og að koma saman á ný í minningu Steingríms.

„Fráfall Steingríms var áminning um þá staðreynd að enginn er eilífur og að við yrðum loksins að koma saman aftur áður en fleiri hrykkju upp af,“ segir Þórður Bogason söngvari.
Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari tekur í sama streng; það væri nú eða aldrei að koma Foringjunum aftur upp á svið. Sveitin hefur raunar aldrei formlega lagt upp laupana en síðasta giggið var annað hvort 1988 eða 1989.

Mótorhjólafólk er upp til hópa mjög hresst

En hvernig snúa menn sér varðandi svona endurkomu?

„Þar sem við erum ekki stærsta nafnið í bransanum í dag og líklega fáir að bíða eftir að bóka okkur,“ byrjar Oddur brosandi, „þá kom upp sú hugmynd að tengja okkur við landsmót Bifhjólasamtaka lýðveldisins – Sniglanna en þótt enginn okkar sé í samtökunum þá erum við allir hjólamenn, ég, Þórður og Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari, auk þess sem við spiluðum oft með Sniglabandinu í gamla daga og varð vel til vina.“

Foringjarnir á því herrans ári 1987.
Foringjarnir á því herrans ári 1987. Mbl.is/Júlíus


Sniglunum hugnaðist sú hugmynd ljómandi vel og Foringjarnir voru bókaðir á landsmótið 4. júlí sem haldið verður að Varmalandi í Borgarfirði. „Þar munum við deila sviði með Sniglabandinu og sumir segja að þetta verði aðalkvöld ársins,“ segir Oddur sposkur.

„Mótorhjólafólk er upp til hópa mjög hresst og Denni [Steingrímur] hefði alla vega haft mjög gaman af þessu,“ segir Þórður og bætir við að markmiðið sé fyrst og fremst að skemmta þeim sjálfum. „En vonandi hafa einhverjir aðrir gaman af þessu líka.“

Nánar er rætt við Þórð og Odd í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup