Fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt

Líf og fjör var í afmælisveislu Kardashian-systurinnar.
Líf og fjör var í afmælisveislu Kardashian-systurinnar. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt á laugardag. Hún blés til heljarinnar veislu með skemmtilegu þema, „denim & diamonds“, en Kardashian klæðist gjarnan flíkum úr gallaefni og sést reglulega skreytt glitrandi demöntum. 

Gestalistinn var ekki af verri endanum en meðal gesta voru fatahönnuðurinn Kimora Lee Simmons, leikkonan Sara Foster og systur raunveruleikastjörnunnar, Kim, Kourtney og Kylie. Tónlistarmennirnir Snoop Dogg, Warren G og Kurupt héldu uppi fjörinu og náðu afmælisbarninu og gestum út á dansgólfið. 

Kardashian hefur birt nokkrar færslur á Instagram-síðu sinni frá afmælisveislunni en raunveruleikastjarnan birti einnig myndskeið frá heldur rólegra afmælisboði sem hún hélt í faðmi fjölskyldunnar en þar sést Kardashian blása á kerti á ljúffengri afmælisköku. 

Kardashian er tveggja barna móðir og á og rekur fyrirtækið Good American. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á flíkum úr gallaefni. Henni hefur verið hrósað mikið og hún fengið jákvæð viðbrögð enda selur fyrirtækið flíkur á allar líkamsgerðir. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar