Fox tryllti lýðinn á Glastonbury

Mikil stemning var á svæðinu.
Mikil stemning var á svæðinu. Samsett mynd

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar kanadíski leikarinn Michael J. Fox, best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Back to the Future, steig á svið ásamt hljómsveitinni Coldplay á Glastonbury-tónlistarhátíðinni um helgina. Leikarinn kom á svið í uppklappinu, greip í gítarinn og spilaði tvö lög með hljómsveitinni, Humankind og Fix You.

Fox, sem hefur glímt við Parkinson-sjúkdóminn í 33 ár, notaðist við hjólastól og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt þegar hann plokkaði gítarstrengina. Fox og meðlimir Coldplay hafa birt færslur frá tónleikunum á Instagram og eru allir sammála um að þetta hafi verið ógleymanleg upplifun.

Leikarinn heillaði áhorfendur fyrst með gítarspili sínu í fyrstu kvikmyndinni um ævintýri félaganna Marty McFLy og Dr. Emmett Brown frá árinu 1985 eða þegar hann flutti lagið Johnny B. Goode sem tónlistarmaðurinn Chuck Berry gerði frægt á sínum tíma. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fox stígur á svið ásamt meðlimum bresku hljómsveitarinnar en árið 2016 trylltu þeir lýðinn á MetLife-leikvangnum í Bandaríkjunum þegar þeir fluttu gamla rokkslagarann í sameiningu. 

View this post on Instagram

A post shared by Coldplay (@coldplay)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton