Jarðböðin 20 ára og stækkun framundan

Hipsumhaps spiluðu fyrir baðgesti.
Hipsumhaps spiluðu fyrir baðgesti. Ljósmynd/Jarðböðin

Hátt í þúsund manns sóttu Jarðböðin við Mývatn heim þegar þau fögnuðu tuttugu ára afmæli um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jarðböðunum. 

Böðin, sem opnuðu þann 30. júní 2004, héldu glæsilega hátíð sl. laugardag, 29. júní, þar sem öllu var tjaldað til og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bríet í baðlóninu

Boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Benedikt Búálfur skemmti börnunum á meðan jólasveinarnir í Dimmuborgum léku á alls oddi.

Fyrirtækin á svæðinu opnuðu matarvagna og seldu staðbundnar afurðir, sem skapaði líflegt andrúmsloft á planinu fyrir utan Jarðböðin allan daginn og langt fram á kvöld.

Dagskránni lauk með stórtónleikum í Jarðböðunum, þar sem Birkir Blær, Hipsumhaps og Bríet komu fram og var uppselt í böðin.

Bríet tók lagið ofan í lóninu og fékk baðgesti til …
Bríet tók lagið ofan í lóninu og fékk baðgesti til að syngja með sér. Ljósmynd/Jarðböðin

Stækkun Jarðbaðanna framundan

Við Jarðbaðshóla, rétt við Reykjahlíð í Mývatnssveit, hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld.

Snemma á 13. öld vígði Guðmundur góði biskup gufuholu við Jarðbaðshóla sem notuð var til gufubaða sem kallast Þurraböð.

Þessi ríkulega baðsaga í Mývatnssveit gefur tilefni til að fagna svona stóru viðburði. Framundan eru spennandi tímar fyrir Jarðböðin við Mývatn. Nú er verið að byggja nýjar byggingar sem stefnt er á að opna árið 2025, ásamt því að stækka lónið fyrir baðgesti. 

Saga heitra jarðbaða í mývatnssveit nær aftur til þrettándu aldar …
Saga heitra jarðbaða í mývatnssveit nær aftur til þrettándu aldar og heldur áfram með nýbyggingum og stækkun Jarðbaðanna á næsta ári. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton