Opnar sig um uppsögnina úr Grey's Anatomy

Eric Dane í tökum á kvikmyndinni Bad Boys 4.
Eric Dane í tökum á kvikmyndinni Bad Boys 4. Skjáskot/Instagram

Grey's Anatomy-stjarnan Eric Dane, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mark Sloan, opnar sig um hvers vegna hann var látinn fara úr geysivinsælu læknasjónvarpsþáttunum.   

Dane lék í sex þáttaseríum Gray's Anatomy á árunum 2006-2012 en bjóst við að vera með í þáttunum mun lengur þar sem hann var orðinn einn af vinsælustu leikurum sjónvarpsþáttanna. 

Leikarinn segir að hann hafi verið látinn fara vegna þess að hann hefði verið of kostnaðarsamur fyrir ABC-sjónvarpsstöðina en slíkt átti það til að gerast fyrir leikara sem höfðu verið lengi í þáttunum. 

Árið 2011 átti Dane við áfengis- og fíknivanda að stríða en hann skráði sig sjálfviljugur inn á meðferðarstofnun til þess að sigrast af fíkninni á verkjalyfjum. Leikarinn segir að það hafi verið of fá skipti þar sem hann var edrú á þeim átta árum sem hann var í tökum á sjónvarpsþáttunum. Á þeim tíma var dóttir hans Billie aðeins rúmlega eins árs og hann átti von á sínu öðru barni. 

„Ég átti klárlega við vandamál að stríða. Þau létu mig ekki fara út af því, en fíknin hjálpaði þó ekki,“ segir Dane. 

Leikarinn segist hafa skilið ákvörðun leikstjórans um að leyfa honum ekki að halda áfram þar sem hann var ekki sami leikarinn og hafi verið ráðinn.

Dane ber mikla virðingu fyrir höfundi Grey's Anatomy þáttanna, Shonda Rhimes, fyrir að standa með honum í gegnum uppsagnarferlið. 

„Þetta var ekki neitt formlegt eins og „þú ert rekinn“ en meira bara „þú kemur ekki aftur,“ segir Dane. 

Eric Dane hefur undanfarið verið í tökum á grínhasarmyndinni Bad Boys en fjórða og nýjasta myndin í þeirri seríu kom út þann 7. júní síðastliðinn. 

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton