Raunveruleikastjarnan Andrew Jury fannst látin í fangaklefa aðeins örfáum klukkustundum áður en hún átti að mæta fyrir dóm.
Jury, sem var 33 ára, varð frægur fyrir þátttöku sína í nýsjálensku útgáfu raunveruleikaþáttaraðarinnar Married at First Sight árið 2017. Hann var meðal 12 keppenda í leit að ástinni.
Jury fannst látinn á fimmtudagsmorgun í Mount Eden-fangelsinu í Auckland en þar hafði hann setið inni síðan 2. apríl. Hann var ákærður fyrir líkamsárás, ólöglegan vopnaburð og hótanir.
Dánarorsök Jury er óstaðfest en að sögn lögreglu er andlátið ekki talið grunsamlegt.