BTS-stjarna mun bera ólympíukyndilinn

Tónlistarmaðurinn Jin hefur nýlokið 18 mánaða herþjónustu.
Tónlistarmaðurinn Jin hefur nýlokið 18 mánaða herþjónustu. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Jin úr K-popp hljómsveitinni BTS mun bera ólympíukyndilinn fyrir hönd Suður-Kóreu eftir að hafa nýlokið 18 mánaða herþjónustu sem er skyldubundin í landinu. 

Jin, sem er 31 árs og elstur meðlima hljómsveitarinnar, mun taka þátt í ferðalagi ólympíueldsins í von um að dreifa skilaboðum um frið og samlyndi. Þetta segir hann í tilkynningu.

Ólympíueldurinn hefur verið á ferðinni síðan í apríl en í heildina mun hann ferðast 120.000 kílómetra um Frakkland og yfirráðasvæði þjóðarinnar víðs vegar um heiminn áður en hann kemst á leiðarenda á ólympíuleikvanginn í París þann 26. júlí næstkomandi. 

Ásamt 11.000 öðrum kyndlaberum mun Jin fara um sögufræg svæði Frakklands en enn þá er óvíst hvenær hann mun taka við kyndlinum. 

Jin er fyrsti meðlimur hljómsveitarinnar til að klára herþjónustu en um þessar mundir eru allir aðrir BTS-liðar, þeir Jung Kook, V, Jimin, Suga, RM og J-Hope að sinna sinni þjónustu. Búist er við því að BTS-strákarnir geta sameinast á ný árið 2025. 

AP 

Olympics

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vendu þig af því að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. Eitthvað angrar þig í umhverfinu, og þegar þú setur hendur á það veistu hvað það er og getur losað þig við það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vendu þig af því að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. Eitthvað angrar þig í umhverfinu, og þegar þú setur hendur á það veistu hvað það er og getur losað þig við það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton