Vill sjá stærstu drauma sína rætast áður en hún kveður

Applegate heldur mikið upp á Shirley MacLaine og Cher, enda …
Applegate heldur mikið upp á Shirley MacLaine og Cher, enda sannkallaðar goðsagnir í Hollywood-heiminum. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Christina Applegate birti færslu á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, í gærdag og greindi frá því sem hún vill áorka áður en hún kveður jarðlífið.

Applegate, sem hefur rætt opinskátt um baráttu sína við MS-sjúkdóminn (e. multiple sclerosis) undanfarin ár, greindist með sjálfsofnæmissjúkdóminn snemma árs 2021. 

Stærstu draumar leikkonunnar eru að leika á móti átrúnargoði hennar, leikkonunni Shirley MacLaine, en sú fagnaði 90 ára afmæli sínu í apríl síðastliðnum. Applegate vill einnig taka skot með söng- og leikkonunni Cher. 

Applegate, sem hefur lítið sést á skjánum síðastliðin ár, heldur úti hlaðvarpsþættinum MeSsy ásamt góðvinkonu sinni, leikkonunni Jamie-Lynn Siegler, en hún glímir við sama sjúkdóm og hefur gert síðastliðin 20 ár. Stöllurnar ræða reglulega um það hvernig sé að takast á við daglegt líf með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup