Að hlusta á innsæið bjargaði ferlinum

Lupita Nyong'o vann óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni 12 …
Lupita Nyong'o vann óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni 12 Years of Slave. mbl.is/AFP

Leikkonan Lupita Nyong'o opnar sig um krossgötur sem hún upplifði eftir að hún vann Óskarsverðlaun fyr­ir besta leik í auka­hlut­verki fyrir tíu árum. 

Eftir að hafa unnið Óskarverðlaun fyrir frumraun sína í kvikmyndabransanum segir Nyong'o að hún hafi sett væntingar sínar á næsta stig. Það sem hún átti ekki von á var að fólkið í kringum hana hafði enn hærri væntingar til hennar. 

Pressan gríðarleg í Hollywood

Fjölmargir í Hollywood höfðu stórar hugmyndir fyrir leikkonuna og spurðu stanslaust hvaða stóra hlutverk hún ætlaði að taka næst og hvort það væri ekki örugglega ennþá stærra en fyrsta mynd hennar. 

„Þetta snerist aldrei um stærðina á hlutverkinu, þetta snerist um gæðin á hlutverkinu, allavega var það þannig fyrir mig,“ segir Nyong'o.

Emma Thompson veitti innblástur

Hún bætir við að spjall við leikkonuna Emmu Thompson á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2014 hafi hjálpað henni að komast á rétta braut. Thompson sagði við Nyong'o að hún yrði að lifa lífinu eins og henni sýndist, ekki vera hrædd við að gera mistök og að lykillinn að farsælum ferli er að fylgja innsæinu. Upp frá þessari stundu var Nyong'o með formúlu sem leiddi hana áfram sem leikkona. 

Síðan þá hefur Nyong'o leikið í bíómyndum á borð við Star Wars: The Force Awakens, Black Panther kvikmyndasenunnar, Jungle Book, Us og Quiet Place en leikkonan segir að hún elski dramatísk og óhugnaleg hlutverk. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton