Kris Jenner með æxli

Kris Jenner.
Kris Jenner. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner greindi frá því í raunveruleikaþættinum The Kardashians að hún væri með æxli á öðrum eggjastokknum. 

Jenner var með fjölskyldu sinni í fríi í Aspen þegar hún ákvað að segja frá veikindunum. „Mig langaði að segja ykkur eitt sem ég hef ekki sagt ykkur,“ sagði Jenner við börnin sín þegar hún settist niður með þeim. Sagði hún þeim því næst að læknir hefði fundið lítið æxli á eggjastokk hjá henni. 

„Ég finn fyrir miklum tilfinningum þar sem þarna urðu börnin mín til og þarna uxu þau, í maganum á mér, þetta er mjög heilagur staður fyrir mér,“ sagði Jenner sem á sex börn. Hugmyndin um að fjarlægja eggjastokkana er Jenner erfið og í raun erfiðari en hugmyndin um að gangast undir hnífinn. 

Hin 68 ára gamla Jenner sagði að þetta væri einnig merki um að hún væri orðin eldri og barneignahlutanum í lífinu væri lokið. 

Kris Jenner er hér með þremur dætrum sínum en hún …
Kris Jenner er hér með þremur dætrum sínum en hún á sex börn. AFP/Jean-Baptiste Lacroix
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar