Mjög mikið ADHD

Villi Neto með nýja geisladiskinn sinn sem heitir Portúgalinn.
Villi Neto með nýja geisladiskinn sinn sem heitir Portúgalinn. Ljósmynd/Aðsend

Í dag sendi Villi Neto frá sér plötuna Portúgalinn sem er tónlistar- og sketsaplata. Hann segir plötuna meðal annars í anda Tvíhöfða sem hann hlustaði mikið á þegar hann var yngri. 

„Ég ólst mikið upp við á að hlusta á þessar grínplötur þegar ég var nýfluttur til landsins. Fyrst kom Tvíhöfði, svo kom Steindi Jr. eftir það. Þess vegna er líka ótrúlega gaman að hafa Steinda með í lagi á plötunni,“ segir Villi. 

Portúgalinn kom út á streymisveitum í dag en auk þess er diskurinn fáanlegur sem geisladiskur. Villi segir geisladiska aftur að koma í tísku og gott að selja þá um sumar. „Það er helst núna þegar fólk er að keyra í kringum landið eða fara upp í bústað. Það er nett gamaldags að safna geisladiskum þannig ég held að það sé að komast aftur í tísku.“

Platan er vel byggð upp

Villi vonast til þess að fólk hlusti á plötuna í einum rykk og skemmti sér vel. Hann segir þó ekki um neinn sérstakan þráð að ræða. „Platan í sjálfu sér er mjög mikið ADHD. En hún er sett mjög vel saman.“

Ert þú með ADHD?

„Ég veit það ekki, ég hef ekki nennt að athuga það.“

Það hefur verið mikið að gera hjá Villa að undanförnu en hann er meðal annars að leika í Borgarleikhúsinu. Það hefur tekið hann eitt og hálft ár að gera plötuna. „Þetta hefur komið í svona tímabilum og ég hef verið að hugsa um hana lengur en það. Loksins er hún að koma út. Ég ætlaði að hafa hana lengri en þá hélt ég að ég yrði orðin allt of gamall,“ segir Villi sem er strax byrjaður að huga að næstu plötu. 

Orðaleikur

Það er ákveðið orðagrín í nafninu á plötunni, Portúgalinn. „Þetta er grín sem ég var oft spurður út í. Já, ertu frá Portúgal? Ertu þá nokkuð Portúgalinn? Nú er ég búinn að eigna mér þetta. En mér fannst þetta alltaf fyndið. Það er sumt grín sem er alltaf fyndið. Mér finnst prump líka alltaf fyndið.“

Er eitthvað í ferlinu sem stendur upp úr?

„Í fyrsta lagi er það bara vinnan með öllum þessum listamönnum. Þolinmæði þeirra að gera lög með mér var æðisleg og ég fann fyrir miklum stuðningi. Svo Fjölnir Gíslason, hann hjálpaði mjög mikið sketsagerðina. Hann og Tinna Ýr kærastan mín,“ segir Villi sem stefnir á að fylgja plötunni eftir með tónleikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki fara í skapið á þér þótt athygli annarra beinist að þér. Þú færð hugboð sem þú ættir að fylgja eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki fara í skapið á þér þótt athygli annarra beinist að þér. Þú færð hugboð sem þú ættir að fylgja eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton