Laufey nældi sér í bragðaref

Fátt betra en bragðarefur!
Fátt betra en bragðarefur! Samsett mynd

Eftir ansi annasama mánuði er stórstjarnan Laufey Lín Bing Jónsdóttir komin heim á klakann, tímabundið að vísu, til að njóta hvíldar og hressingar. Söngkonan hefur verið á heljarinnar tónleikaferðalagi, Bewitched: The Goddess Tour, um heiminn síðustu vikur og mánuði og heillað tónleikagesti upp úr skónum með fallegum söng og hljóðfæraleik.

Laufey deildi skemmtilegri myndaseríu með fylgjendum sínum á Instagram í gærdag og gaf þar örlitla innsýn inn í lífið á Íslandi. Söngkonan kíkti aðeins á stemninguna í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonum sínum og heimsótti einnig Ísbúð Vesturbæjar þar sem hún nældi sér í gómsætan bragðaref. 

Allt frá því að Laufey hreppti Grammy-verðlaunin í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album) í byrjun febrúar hefur hún haft heilmikið fyrir stafni. Söngkonan hefur meðal annars setið fyrir á forsíðum helstu tískutímarita í heimi og flutt tónlist sína í vinsælum spjallþáttum og stórum tónleikahöllum.

Laufey var einnig meðal gesta á hinum virta Met-Gala viðburði sem fram fór á Metropolitan-safninu í New York í maí. Söngkonan klæddist bleikum síðkjól frá Prabal Gurung.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir