Laufey nældi sér í bragðaref

Fátt betra en bragðarefur!
Fátt betra en bragðarefur! Samsett mynd

Eftir ansi annasama mánuði er stórstjarnan Laufey Lín Bing Jónsdóttir komin heim á klakann, tímabundið að vísu, til að njóta hvíldar og hressingar. Söngkonan hefur verið á heljarinnar tónleikaferðalagi, Bewitched: The Goddess Tour, um heiminn síðustu vikur og mánuði og heillað tónleikagesti upp úr skónum með fallegum söng og hljóðfæraleik.

Laufey deildi skemmtilegri myndaseríu með fylgjendum sínum á Instagram í gærdag og gaf þar örlitla innsýn inn í lífið á Íslandi. Söngkonan kíkti aðeins á stemninguna í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonum sínum og heimsótti einnig Ísbúð Vesturbæjar þar sem hún nældi sér í gómsætan bragðaref. 

Allt frá því að Laufey hreppti Grammy-verðlaunin í flokki hefðbundinna söng-poppplatna (e. traditional pop vocal album) í byrjun febrúar hefur hún haft heilmikið fyrir stafni. Söngkonan hefur meðal annars setið fyrir á forsíðum helstu tískutímarita í heimi og flutt tónlist sína í vinsælum spjallþáttum og stórum tónleikahöllum.

Laufey var einnig meðal gesta á hinum virta Met-Gala viðburði sem fram fór á Metropolitan-safninu í New York í maí. Söngkonan klæddist bleikum síðkjól frá Prabal Gurung.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir