Sendir sterk skilaboð til eiginmannsins

Jennifer Lopez er sögð senda Ben Affleck skilaboð með lagi …
Jennifer Lopez er sögð senda Ben Affleck skilaboð með lagi sínu Cambia el Paso. AFP/Michael Tran

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez virðist vera að senda sterk skilaboð til eiginmanns síns, Ben Affleck, þar sem hún deilir myndbandsklippu úr lagi sínu Cambia el Paso sem hún gaf út árið 2021. 

Lagið er grípandi sumarsmellur þar sem Lopez syngur textann að mestu á spænsku. Ef hluti af textanum er þýddur yfir á íslensku syngur hún meðal annars: „Lífið hennar er betra núna án hans, hún þarf engan til að líða vel og hún tapar ekki.“

Í myndbandinu má sjá Lopez velta sér um í sandinum á sólarströnd, klædd brjóstahaldara þakinn demöntum og í gallastuttbuxum. Söngkonan býr greinilega yfir miklum liðleika en hún tekur meðal annars glæsilegt splitt undir einu pálmatrénu í myndbandinu.

Fjölmargir fylgjendur Lopez sýndu söngkonunni stuðning með því að skrifa hvetjandi skilaboð undir myndbandið. Flest hvöttu þau hana til að halda áfram að syngja og dansa sama hvað dyndi á í lífinu. 

Page six

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir