Bakkaði á kött og samdi um það lag

Tónlistarmaðurinn Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, eða bara Kaktus Einarsson eins …
Tónlistarmaðurinn Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, eða bara Kaktus Einarsson eins og hann er kallaður. Ljósmynd/Lóa Fenzy

Tónlistarmaðurinn Kaktus Einarsson gaf í dag út lagið Be This Way, sem er fyrsta lagið á væntanlegri plötu tónlistarmannsins. Með honum syngur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, sem þekktust er úr hljómsveitinni Of Monsters and Men.

Í fréttatilkynningu frá tónlistarmanninum kemur fram að lagið sé kveðjudúett saminn til kattarins Snúðs, sem varð fyrir því óláni að hlaupa undir afturdekk á bíl Kaktusar eitt vetrarkvöld.

„Á meðan ég sat yfir litla kisanum og beið eftir því að eigendur hans kæmu vöknuðu upp fullt af vangaveltum um lífið og dauðann,“ er haft eftir Kakatusi í tilkynninguni, en tónlistarmaðurinn heitir fullu nafni Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson.

„Lagið sjálft fer þó á aðra staði og slær á léttari strengi sem fagna frekar lífinu og leiknum sem því fylgir.“

Bróðirinn Bambus leikstýrði

Lagið er það fyrsta sem hljómar af væntanlegri plötu Kaktusar sem ber heitið „Lobster Coda“ og kemur út í haust á vegum Bresku útgáfunnar One Little Independent.

Bróðir Kaktusar, Bambus Einarsson, leikstýrði einnig tónlistarmyndandi lagsins. Bambus heitir fullu nafni Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson.

Kaktus Einarsson hefur verið viðloðandi íslensku tónlistarsenuna frá ungum aldri, og lék hann meðal annars á trompet með hljómsveitinni Ghostigital frá 10 ára aldri.

Þá er Kaktus meðlimur hljómsveitarinnar Fufanu sem ferðast hefur mikið um Evrópu og Bandaríkin og hitað meðal annars upp fyrir Radiohead, Red Hot Chili Peppers, Gorillaz, John Grant og Blur.

Kaktus hefur einnig unnið með þýska raftónlistardúettnum Booka Shade, en með þeim samdi hann og söng tvö lög á plötunni Dear Future Self, sem fékk Grammy tilnefningu árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir