Stuðmenn troða upp á Kótelettunni

Ragnhildur Gísladóttir er fremst í flokki Stuðmanna sem koma fram …
Ragnhildur Gísladóttir er fremst í flokki Stuðmanna sem koma fram á Kótelettunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölskylduhátíð Kótelettunnar verður haldin í 14. sinn á Selfossi um helgina. Meðal dagskrárliða er Stóra grillsýningin, Styrktarlettur SKB, Veltibíllinn og dagskrá á sviðinu fyrir alla fjölskylduna.

Tónlistarhátíð Kótelettunnar verður að venju haldin við Hvítahúsið á Selfossi með bæði úti- og innisvið. Hátíðin verður glæsileg í ár þar sem frábær hópur tónlistamanna stígur á stokk. SSSól snýr aftur í upprunalegri mynd, Páll Óskar, Stebbi Hilmars, Aron Can, Gústi B, GDRN, Jói Pé og Króli, Stjórnin, Issi, Una Torfa og DJ Búni munu öll troða upp á sviðinu á Selfossi.

„Hátíðin verður glæsileg að venju og mikill fjöldi frábærs tónlistarfólks mun koma fram sem spannar allt það besta á Íslandi í dag, nýtt og gamalt í bland. Það ætti því enginn að láta þessa veislu fram hjá sér fara. Ég get lofað því að þetta verður rosaleg veisla,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Stuðmenn með nýtt lag

„Þá munu Stuðmenn troða upp á tónleikum á fimmtudagskvöldið. Ásamt þessari ástsælu hljómsveit munu Aron Can, Patrik, hljómsveitin Hr. Eydís, Gústi B, Út í Hött og verðlaunahljómsveitin Slysh frá Hveragerði einnig koma fram á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir eru sérstakir upphitunartónleikar fyrir helgina og það er frítt inn á svæðið á þá tónleika og allir velkomnir,“ segir Einar. Tónleikarnir standa frá 19:00 til 22:30. Uppselt er á tónleika á laugardagskvöld að sögn Einars. Hægt er að fá miða á föstudagskvöldið en þá spila m.a. SSSól, Stjórnin, Stebbi Hilmars og Páll Óskar.

Stuðmenn senda frá sér nýtt lag á næstunni en lagið sem kemur út í næstu viku er endurgerð á laginu Fegurðardrottning sem kom út 1986. Nýja útgáfan er unnin í samstarfi við upptökustjórann Ásgeir Orra Ásgeirsson. Goðsögnin Ragnhildur Gísladóttir leiðir Stuðmenn sem fyrr og Magni Ásgeirsson hefur tekið stöðu karlsöngvara Stuðmanna eftir að Egill Ólafsson forsöngvari sveitarinnar varð frá að hverfa vegna veikinda.

BBQ festival Kótelettunnar er á sínum stað í ár en á laugardag gefst grilláhugamönnum sérstakt tækifæri á að kynna sér allt á grillið sem íslenskir framleiðendur hafa upp á að bjóða og einnig frábært úrval af grillum frá fjölda framleiðenda. Aðgangur er ókeypis á fjölskylduhátíðina og BBQ festival Kótelettunnar sem og tónleikana á fimmtudagskvöld.

Patrik Atlason kemur líka fram á Kótelettunni.
Patrik Atlason kemur líka fram á Kótelettunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir