Adele sagði stuðningsmönnum að steinhalda kjafta

Adele.
Adele. Ljósmynd/AFP

Tónlistarkonan Adele er mikill stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og var ein af þeim þúsundum sem fylgdust með undanúrslitaleik Englands og Hollands úr vallarstúkunni í gærdag. 

Adele fylgdist vel með öllu sem á gekk á vellinum í Dortmund og hvatti strákana áfram af mikilli innlifun ásamt fleiri stuðningsmönnum liðsins. 

Stórskemmtilegt myndband náðist af tónlistarkonunni er hún fylgdist með leiknum og hefur það vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum X.

Rétt áður en Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, skoraði úr vítaspyrnu og jafnaði metin fyrir England þá heyrðist Adele segja háværum stuðningsmönnum að steinhalda kjafti en um leið og Kane negldi boltanum í netið stökk hún á fætur og fagnaði eins og sannur stuðningsmaður. 

Adele var ekki eina stórstjarnan í stúkunni, tónlistarmaðurinn Ed Sheeran var einnig á staðnum til að styðja sína menn.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fyllist gremju, finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en annarra. Einhver óróleiki er í börnunum, reyndu að koma einhverju skipulagi á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fyllist gremju, finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en annarra. Einhver óróleiki er í börnunum, reyndu að koma einhverju skipulagi á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
5
Torill Thorup