„Ég þakka Guði fyrir að ég var handtekin“

Billy Ray og Firerose Cyrus.
Billy Ray og Firerose Cyrus. Skjáskot/Instagram

Ástralska söngkonan Firerose Cyrus opnar sig um erfitt tímabil í sínu lífi en hún segir að hún hafi verið aðeins nokkrum vikum frá dauðanum vegna fíknisjúkdóms. 

Söngkonan, sem stendur nú í sárum skilnaði við söngvaran Billy Ray Cyrus, deilir því að hún hafi náð botninum árið 2016 og að handtaka hafi bjargað henni úr greipum fíknarinnar. Hún var sökuð um innbrot og var bundin skilorði til þriggja ára.

Eftir handtökuna átti Firerose ekki pening til að borga lausnargjaldið svo að hún þurfti að dúsa í fangaklefa í 60 daga. Hún segir að hún hafi átt nokkur afar erfið ár þar sem hún barðist við fíknisjúkdóminn en hún er sannfærð um að hún hefði ekki lifað ef ekki væri fyrir handtökuna. Hún bætir því við henni þyki mikilvægt að tala um fíknisjúkdóma opinskátt án þess að upplifa skömm. 

„Ég þakka Guði fyrir að ég var handtekin á þessum áhrifaríka degi. Guð vissi að ég varð að vera fjarlægð úr þessum aðstæðum,“ segir Firerose.  

Eftir fangelsisvistina varði hún ári í edrú samfélagi sem hvatti hana áfram og átti stóran þátt í hennar bataferli. Nú hefur Firerose verið edrú í um átta ár og segir að hún hefði aldrei getað þetta án stuðnings edrú samfélagsins sem hún er í reglulegum samskiptum við. 

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fyllist gremju, finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en annarra. Einhver óróleiki er í börnunum, reyndu að koma einhverju skipulagi á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fyllist gremju, finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en annarra. Einhver óróleiki er í börnunum, reyndu að koma einhverju skipulagi á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
5
Torill Thorup