Lisa Kudrow rýfur þögnina

Jennifer Aniston og Lisa Kudrow.
Jennifer Aniston og Lisa Kudrow. Samsett mynd

Leik­kon­an Lisa Ku­drow, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Pheo­be í sjón­varpsþátt­un­um Friends, hef­ur rofið þögn­ina og sagt frá sín­um sönnu til­finn­ing­um gagn­vart áhorf­end­un­um sem sátu úti í sal við tök­ur á öll­um Friends-serí­un­um. Áhorf­end­urn­ir eru lík­lega mörg­um kunn­ug­ir, en eft­ir hvert grín­atriði í þátt­un­um mátti heyra þá hlæja. 

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on hélt því ný­lega fram að Ku­drow hafi hatað að hafa áhorf­end­ur viðstadda við tök­ur þátt­anna.

Nú hef­ur Ku­drow svarað fyr­ir sig en hún seg­ir í sam­tali við Entertain­ment Tonig­ht að áhorf­end­urn­ir hefðu aðeins farið í taug­arn­ar á sér ef þeir hlógu of lengi. 

„Þetta er ekki svona fyndið!“

Anist­on hélt því fram að Ku­drow hafi sagt við áhorf­end­ur: „Ég er ekki búin! Þetta er ekki svona fyndið!“ eft­ir að sal­ur­inn sprakk úr hlátri í ein­um þætt­in­um.

„Guð blessi þau. Þau voru svo spennt að vera þarna að stund­um urðu hlátra­sköll­in bara lengri held­ur en ef þau færu að hlæja að ein­hverju öðru, en þá sagði ég þeim stund­um að taka því ró­lega því þetta væri ekki svona hrika­lega fyndið,“ seg­ir Ku­drow. 

Tök­ur á ást­sælu Friends–þátt­un­um voru í full­um gangi á ár­un­um 1994 til 2004 sem skiluðu tíu sjón­varps­serí­um um vin­ina Rachel, Pheo­be, Monicu, Joey, Ross og Chandler. 

Ku­drow er um þess­ar mund­ir að horfa á all­ar tíu Friends-sjón­varpsþáttaserí­urn­ar sem hún hef­ur ekki gert eft­ir að tök­um á þátt­un­um lauk. Hún seg­ist vera að horfa á þætt­ina til heiðurs leik­ar­an­um Matt­hew Perry, sem fór með hlut­verk Chandlers Bing í þátt­un­um, en hann lést í októ­ber í fyrra. 

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir