Stutt­mynd Rúnars valin til keppni í Fen­eyj­um

Framleiðendur myndarinnar á rauða dreglinum í Cannes á frumsýningu kvikmyndinnar …
Framleiðendur myndarinnar á rauða dreglinum í Cannes á frumsýningu kvikmyndinnar Ljósbrot. Ljósmynd/Aðsend

Nýjasta stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppninnar í Feneyjum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar.

Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar, tilkynnti í morgun hvaða myndir hafa verið valdar fyrir hátíðina, sem fer fram í haust, en þessi árlega kvikmyndahátíð verður haldin í 81. sinn. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðir heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. 

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.

Mynd Rúnars, Ljósbrot, var frumsýnd á Cannes í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur sem og góða dóma, meðal annars hjá helstu kvikmyndatímaritum heims, kvikmyndatímaritunum Hollywood Reporter og Screendaily.

„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hafa hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem er á bak við myndavélina sem kemur að bæði O og Ljósbrot. Við erum ótrúlega stolt og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðarleg viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ er haft eftir Rúnari í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Augu þín opnast fyrir möguleikum sem þú hefur varðandi nám.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Camilla Läckberg
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Augu þín opnast fyrir möguleikum sem þú hefur varðandi nám.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elíasdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Camilla Läckberg
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Colleen Hoover