Dr. Ruth er látin

Dr. Ruth gaf mikið frá sér á sinni lífstíð.
Dr. Ruth gaf mikið frá sér á sinni lífstíð. AFP

Dr. Ruth Westheimer kynlífsráðgjafi er látin 96 ára að aldri. Westheimer lést í gær, föstudag.

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Westheimer, oftast kölluð dr. Ruth, varð heimsfræg fyrir að tala opinskátt um kynlíf og sem metsöluhöfundur fyrir leiðbeiningar eins og „Kynlíf fyrir heimskingja“ og sjónvarpsþættina „Dr. Ruth Show“.

Auk þess skrifaði hún 40 bækur og birtist í fjölda heimsfrægra spjallþátta, eins og the Tonight Show og The Ellen Degeneres Show.

„Ég vissi að það var mikil þekking til staðar sem var ekki að ná til yngri kynslóða,“ sagði hún aðspurð um ferilinn sinn árið 2019.

Dr. Ruth fæddist árið 1928 í Þýskalandi og var af gyðingaættum. Árið 1938 þegar hún var tíu ára sendu foreldrar hana eina til Sviss til að flýja komandi stríð.

Hún sá foreldra sína aldrei aftur og trúði því að þau hefðu verið drepin í útrýmingarbúðum í Auschwitz.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup