„Þar af leiðandi varð þetta að einhverju skrímsli“

Tónlistargagnagrunnurinn Glatkistan hófst sem Word-skjal til að auðvelda Helga Jónssyni að halda utan um plötusafnið sitt. Í dag er hún orðin einn umfangsmesti gagnagrunnur sem finna má um íslenskt tónlistarlíf.

Í haust eru liðin 10 ár frá því að vefurinn Glatkistan.com fór í loftið, en í raun er verkefnið talsvert eldra og á rætur að rekja aftur fyrir aldamót.

„Þetta byrjar í rauninni sem skráning utan um plötusafnið mitt,“ útskýrir Helgi í samtali við Agnar Má Másson blaðamann í nýjum þætti Dagmála. Helgi hafi þá endrum og sinnum punktað hjá sér í Word-skjal um hina og þessa hljómplötuna í safninu.

Veltir fyrir sér að hætta

Síðan stækkaði þessi platnaskrá og allt í einu var Helgi farinn að skrifa um alla útgefna íslenska tónlist. Og seinna um alla íslenska tónlist hvort sem hún væri útgefin eða ekki – allt frá tólftu öld til dagsins í dag.

„Þar af leiðandi varð þetta að einhverju skrímsli,“ segir Helgi um verkefnið, sem hann hefur alfarið unnið í frítíma sínum. 

Í dag eru greinar um rúmlega 5.500 flytjendur inni á Glatkistunni og Helgi uppfærir vefinn vikulega. Og nú má jafnvel finna Glatkistuna í heimildaskrám doktorsritgerða.

En Helgi segist velta því fyrir sér hvort tími sé kominn til að leggja verkefnið niður, enda er tímakaupið lágt í sjálfboðavinnu.

Helgi ræðir þetta í nýjasta þætti Dagmála

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar