„Þar af leiðandi varð þetta að einhverju skrímsli“

Tónlistargagnagrunnurinn Glatkistan hófst sem Word-skjal til að auðvelda Helga Jónssyni að halda utan um plötusafnið sitt. Í dag er hún orðin einn umfangsmesti gagnagrunnur sem finna má um íslenskt tónlistarlíf.

Í haust eru liðin 10 ár frá því að vefurinn Glatkistan.com fór í loftið, en í raun er verkefnið talsvert eldra og á rætur að rekja aftur fyrir aldamót.

„Þetta byrjar í rauninni sem skráning utan um plötusafnið mitt,“ útskýrir Helgi í samtali við Agnar Má Másson blaðamann í nýjum þætti Dagmála. Helgi hafi þá endrum og sinnum punktað hjá sér í Word-skjal um hina og þessa hljómplötuna í safninu.

Veltir fyrir sér að hætta

Síðan stækkaði þessi platnaskrá og allt í einu var Helgi farinn að skrifa um alla útgefna íslenska tónlist. Og seinna um alla íslenska tónlist hvort sem hún væri útgefin eða ekki – allt frá tólftu öld til dagsins í dag.

„Þar af leiðandi varð þetta að einhverju skrímsli,“ segir Helgi um verkefnið, sem hann hefur alfarið unnið í frítíma sínum. 

Í dag eru greinar um rúmlega 5.500 flytjendur inni á Glatkistunni og Helgi uppfærir vefinn vikulega. Og nú má jafnvel finna Glatkistuna í heimildaskrám doktorsritgerða.

En Helgi segist velta því fyrir sér hvort tími sé kominn til að leggja verkefnið niður, enda er tímakaupið lágt í sjálfboðavinnu.

Helgi ræðir þetta í nýjasta þætti Dagmála

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir