13 ára stúlka lyfti Húsafellshellunni á undan

Kristín var í skólaferðalagi þegar hún lyfti Húsafellshellunni árið 1986, …
Kristín var í skólaferðalagi þegar hún lyfti Húsafellshellunni árið 1986, þrettán ára gömul. Ljósmynd/Aðsend

Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri Uglukletts í Borgarbyggð, lyfti Húsafellshellunni árið 1986 í skólaferðalagi 13 ára gömul.

Þýska kraftlyftingakonan Sandra Bradley fullyrti á dögunum að hún væri fyrsta konan, síðan mælingar hófust, í heiminum til að lyfta Húsafellshellunni.

Blaðamaður mbl.is sló á þráðinn til Kristínar og ræddi við hana um málið.

„Ég var þrettán að verða fjórtán ára þegar ég gerði þetta,“ segir Kristín. Hún tekur fram að haldið hafi verið við helluna á meðan hún lyfti henni svo hún félli ekki á hana.

Strákunum þótti afrekið ekki skemmtilegt

Aðspurð segist hún ekki vita til þess að önnur kona hafi lyft hellunni áður en hún gerði það.

„Strákarnir sem voru með mér í bekk og voru einu ári eldri en ég, þeim fannst þetta aldrei neitt sérstaklega skemmtilegt að ég hafi gert þetta,“ segir Kristín.

Þetta fór þá fyrir brjóstið á þeim?

„Já, þetta fór fyrir brjóstið á þeim,“ segir hún kímin.

Kristín segir að ljósmynd af henni að lyfta hellunni sé í Húsafelli og að erlendir menn hafi komið þar að og spurst fyrir um hana. Jafnframt hafi erlend kona haft samband við hana sem tengdist rannsóknarsetri í Texas sem rannsakaði hvers vegna sumir menn væru sterkir.

Aðspurð segir Kristín að hún hafi alltaf verið sterk. Hún segir vinnuna í sveitinni hafa styrkt hana enn frekar, en hún ólst upp í sveit. 

Í færslu Bradley sem hægt er að lesa að neðan fullyrðir hún að hún hafi verið fyrst kvenna til að lyfta Húsfellshellunni, en tilefni færslunnar er að hún lyfti steininum Fullsterkum á Djúpalónssandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir