Alex svaraði ekki í símann

AFP/Emma McIntyre

Um helgina leggur Sammy Hagar upp í mikla tónleikaferð til að heiðra minningu Eddies Van Halens en þeir voru um árabil saman í rokkbandinu Van Halen. Á efnisskrá verða allar helstu perlur bandsins.

Michael Anthony, upprunalegi bassaleikari Van Halen, verður með í för, eins gítarséníið Joe Satriani og Jason Bonham, sonur Johns sáluga, mun lemja húðirnar. Yfirskrift túrsins er Best of All Worlds sem vísar í smellinn Best of Both Worlds af metsöluplötunni 5150 frá 1986 sem var sú fyrsta sem Hagar gerði með Van Halen. 

Alex Van Halen, bróðir Eddies, sem alla tíð var trommuleikari Van Halen verður sumsé fjarri góðu gamni. Vefmiðillinn Ultimate Classic Rock spurði Hagar út í það á dögunum. Svar hans var svohljóðandi: „Við Mike settum okkur í samband við Alex áður en við lögðum í’ann. Raunar ítrekað með öllum tiltækum ráðum, gegnum tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og skildum eftir skilaboð á símsvaranum hans, skilurðu? Ekkert svar. Ekkert svar. Ég meina, við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að eiga samtalið eða bara snæða saman, morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð. Fara í hljóðverið og músisera. Komdu til mín eða ég kem til þín. Skellum okkur á hestbak eða slöppum af á ströndinni. Hvað langar þig að gera, lagsi? Hvað sem er. Hittumst bara. En ekkert.” 

Við erum ekkert að yngjast!

 Hagar kveðst meira að segja hafa dustað rykið af gamalli fleygri setningu sem Alex mun hafa sagt við hann: „Við erum ekkert að yngjast!” En allt kom fyrir ekki, Alex Van Halen tók aldrei upp tólið. Hagar kveðst alls ekki erfa það við trymbilinn enda sé hann hlédrægur maður og engin dæmi séu um að hann hafi farið á svið með öðrum en bróður sínum heitnum. „Þess utan seldi hann allan búnaðinn sinn. Það var ákveðin yfirlýsing. Hey, ég fer hvurgi.“

AFP/Kevin Winter


Að sögn Hagars hvatti Bonham þá frekar en latti til að ganga á eftir Alex. „Ég segi ekki já fyrr en Alex er búinn að segja nei,“ hafði Hagar eftir Bonham í þættinum Trunk Nation á miðlinum Sirius XM. 

Í samtalinu við Ultimate Classic Rock kveðst Hagar þó vongóður um að Alex komi til með að láta sjá sig á einhverjum af þeim tónleikum sem fram undan eru en túrnum lýkur 31. ágúst í St. Louis, Missouri. Það yrði þó frekar sem gestur í sal en gestur á sviði.  

Nánar er fjallað um túrinn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir