Í fótspor ömmu sinnar

Natalie Portman á rauða dreglinum.
Natalie Portman á rauða dreglinum. AFP/Jamie McCarthy

Natalie Portman leikur húsmóður í Baltimore í Bandaríkjunum sem rannsakar morð í sjónvarpsmyndaflokknum Lady in the Lake en það er hennar fyrsta stóra hlutverki í sjónvarpi. Hlutverkið togaði í Portman enda bjó amma hennar einmitt í Baltimore á þeim tíma sem sagan á sér stað, á sjöunda áratugnum.

„Það var tryllt að ganga um sömu göturnar og koma á sömu staðina. Ég nefni í því sambandi veitingastað, rekinn af gyðingum, sem enn er til. Það var ótrúlegt að koma þangað og ímynda sér að fjölskylda mín hefði verið þar 60 árum áður. Það var líka magnað að hugsa til þess og kynna sér hvernig það var að vera kona og gyðingur í hjónabandi á þessum tíma, allar hömlurnar sem það hafði í för með sér. Sú upplifun var mjög persónuleg fyrir mig. Ég held að við skiljum okkur sjálfar best gegnum mæður okkar og mæður okkar best gegnum mæður þeirra,“ segir Portman við Vanity Fair. 

Engin tepra

Persónan, Maddie, er engin tepra og hikar ekki við að beita vafasömum aðferðum til að verða sér út um upplýsingar; eins og að draga lögreglumann á tálar. Meðleigjandi Maddiear, eftir að hún yfirgefur eiginmann sinn, er heldur ekki öll sem hún er séð.

Portman ásamt Moses Ingram, sem leikur hina látnu, og leikstjóranum, …
Portman ásamt Moses Ingram, sem leikur hina látnu, og leikstjóranum, Ölmu Har'el, AFP/Dimitrios Kambouris


Portman kinkar kolli þegar Vanity Fair ber Maddie saman við persónuna sem hún lék í kvikmyndinni May December en hún var lævís leikkona. „Þær hafa báðar villst skemmtilega af leið og hika ekki við að beita öllum tiltækum ráðum til að fá sitt fram. Maddie gerir sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif framganga hennar hefur á aðra vegna þess að hún er svo upptekin af eigin vegferð. Þess vegna fer allt úr böndunum.“

Nánar er fjallað um Lady in the Lake í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en streymisveitan Apple TV+, sem margir Íslendingar hafa aðgang að, hefur sýningar á honum 19. júlí. Höfundur og leikstjóri er hin ísraelska Alma Har‘el en byggt er á samnefndri glæpasögu eftir Lauru Lippman.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir