Snerting slær í gegn í Bandaríkjunum

Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar Snerting kom út 2020.
Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar Snerting kom út 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snerting, kvikmynd Baltasar Kormáks eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, fær feikilega góða dóma hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum, en sýningar á myndinni hófust þar á föstudag.

Fær myndin 95% í einkunn á vefsíðunni Rotten Tomatoes sem dregur saman umsagnir gagnrýnenda.

Fjölmiðlar á borð við New York Times, Wall Street Journal, TIME og fagtímaritin Variety og Hollywood Reporter ásamt mörgum fleirum hafa allir fjallað um og dásamað myndina.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Baltasar ánægður og þakklátur

Baltasar er að vonum ánægður með viðtökurnar: „Það er ótrúlega gefandi að lesa lof um kvikmyndina og þá sérstaklega þegar verið er að hlaða lofi á samstarfsfólk mitt. Fólki sem hefur gefið allt í þessa mynd og uppsker nú ríkulega. Leikarar, listrænt samstarfólk, tæknimenn og allir aðrir, sem lögðu hönd á plóginn,” er haft eftir honum í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan