Snerting slær í gegn í Bandaríkjunum

Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar Snerting kom út 2020.
Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar Snerting kom út 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snerting, kvikmynd Baltasar Kormáks eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, fær feikilega góða dóma hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum, en sýningar á myndinni hófust þar á föstudag.

Fær myndin 95% í einkunn á vefsíðunni Rotten Tomatoes sem dregur saman umsagnir gagnrýnenda.

Fjölmiðlar á borð við New York Times, Wall Street Journal, TIME og fagtímaritin Variety og Hollywood Reporter ásamt mörgum fleirum hafa allir fjallað um og dásamað myndina.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Baltasar ánægður og þakklátur

Baltasar er að vonum ánægður með viðtökurnar: „Það er ótrúlega gefandi að lesa lof um kvikmyndina og þá sérstaklega þegar verið er að hlaða lofi á samstarfsfólk mitt. Fólki sem hefur gefið allt í þessa mynd og uppsker nú ríkulega. Leikarar, listrænt samstarfólk, tæknimenn og allir aðrir, sem lögðu hönd á plóginn,” er haft eftir honum í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir