Anna prinsessa man ekki eftir hestaslysinu

Anna Prinsessa.
Anna Prinsessa. AFP/Hannah Mckay

Anna prinsessa hefur opnað sig í fyrsta skiptið opinberlega um hestaslys sem hún varð fyrir þann 24. júní síðastliðinn, en hún segist ekki muna eftir slysinu. Prinsessan er sögð hafa hlotið minniháttar höfuðmeiðsl og heilahristing sem talið er að hestur hafi orsakað á landareign hennar.

Anna fékk að fara heim af spítalanum 28. júní síðastliðinn og síðan þá hefur hún sinnt endurhæfingu á heimili sínu Gatcombe-garði í Gloucestershire þar sem slysið átti sér stað. Prinsessan, sem er 73 ára, sneri svo aftur til sinna konunglegu starfa 12. júlí síðastliðinn en þá hitti hún félag fatlaðra (RDA).

Anna er þriðji konunglegi fjölskyldumeðlimurinn sem hefur á þessu ári þurft innlögn á spítala. Heilsan hennar hefur þó batnað hratt og er hún sögð að vera búin að ná sér að mestu.

Anna er þekkt fyrir að vera þrautseig og metnaðarfull en hún hefur oft verið á toppi listans yfir duglegustu konunglegu fjölskyldumeðlima. Á hverju ári sækir hún hundruða athafna í Bretlandi og um heim allan. Ljóst er að hún ætli ekki að bregða sér of mikið út af áætlunum fyrir þetta ár en vonandi gengur hún hægt um gleðinnar dyr til að byrja með.   

BBC

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil spenna í loftinu í dag. Notaðu tækifærið til að fanga athygli allra nú þegar sviðsljósið beinist að þér. Láttu baktal ekki valda þér vöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil spenna í loftinu í dag. Notaðu tækifærið til að fanga athygli allra nú þegar sviðsljósið beinist að þér. Láttu baktal ekki valda þér vöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir