Englendingar sátu eftir í sárum eftir tap í úrslitaleik EM karla í fótbolta í gær gegn Spánverjum sem fögnuðu sínum fjórða Evróputitli fram á nótt. Vilhjálmur Bretaprins var viðstaddur leikinn ásamt Georg prins en Vilhjálmur fór inn á völlinn eftir leikinn til að hughreysta leikmenn og þjálfara.
Hann sást meðal annars í djúpum samræðum við fyrirliðann Harry Kane og liðsfélaga hans þá Bukayo Saka og Jude Bellingham.
Karl Bretakonungur sendi einnig hlýjar kveðjur eftir leikinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.
„Þó að sigurinn hafi runnið úr greipum ykkar í kvöld, mun ég og eiginkona mín og öll fjölskylda mín hvetja ykkur og stuðningsmenn liðsins til að halda höfðinu hátt,“ segir Karl Bretakonungur.
Enska landsliðið kom sér í færi til að vinna EM í fyrsta skipti frá upphafi en áður hafði liðið komist næst sigri þegar þeir töpuðu gegn Ítalíu í úrslitaleiknum árið 2021. Englendingar misstu nú af því að vinna fyrsta stórmótasigurinn í 58 ár en liðið vann HM á heimavelli árið 1996.
Vilhjálmur Bretaprins hefur verið duglegur að blása kjarki í enska landsliðið með kröftugum ræðum sínum og pistlum á samfélagsmiðlum í gegnum alla Evrópukeppnina sem gerði honum kleift að tengjast landsliðinu á einstakan hátt.
Það verður aðeins að koma í ljós eftir fjögur ár hvort Englendingar fá tækifæri aftur til að næla sér í Evrópumeistaratitilinn.
Read the letter below. pic.twitter.com/YTHYRfeR44
— The Royal Family (@RoyalFamily) July 14, 2024
View this post on InstagramA post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales)