Jack Black aflýsir tónleikaferð eftir ummæli

Jack Black.
Jack Black. AFP

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Jack Black hefur aflýst því sem eftir er af tónleikaferð sveitarinnar Tenacious D, eftir ummæli sem Kyle Gass, hinn helmingur sveitarinnar, lét falla á tónleikum í Sydney á sunnudag.

Gass var færð afmælisterta á sviðinu og var um leið beðinn um að óska sér einhvers.

Kvaðst hann þá vilja að sá sem skyti næst að Donald Trump Bandaríkjaforseta myndi hæfa hann betur. Eða á frummálinu:

„Don't miss Trump next time.“

Myndskeið af atvikinu fylgir hér að neðan.

Ekki viðeigandi að halda áfram

Í yfirlýsingu segir Black að svar Gass hafi komið honum algjörlega að óvörum. Kveðst hann aldrei myndu láta hatursorðræðu viðgangast eða hvetja til pólitísks ofbeldis af nokkru tagi.

Eftir mikla íhugun hafi hann ákveðið að ekki sé viðeigandi að halda tónleikaferðinni áfram.

View this post on Instagram

A post shared by Jack Black (@jackblack)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir