Lengi íhugað að loka Glatkistunni fyrir fullt og allt

Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, segist lengi hafa íhugað að loka miðlinum fyrir fullt og allt.

Glatkistan er einn umfangsmesti gagnagrunnur um íslenskt tónlistarlíf og sögu þess sem finna má í netheimum.

Vefsíðan fagnar tíu ára afmæli í haust en verkefnið er hugarfóstur Helga og er alfarið unnið í hans sjálfboðavinnu. Tímakaupið er fyrir vikið lágt.

„Ég væri alveg til í að bera eitthvað úr býtum,“ segir Helgi í Dagmálum.

Heiðursverðlaun sannfærðu hann um að halda áfram

Hann hafði í raun lengi velt því fyrir sér að hætta þessari vinnu. 

En þegar Helgi hlaut heiðursverðlaun á degi íslenskrar tónlistar síðasta haust ákvað hann að halda áfram aðeins lengur. Þá hafi hann einnig nýlega hlotið styrk úr Íslenskum tónlistarsjóði, sem er einnig ákveðin hvatning.

„Hvað sjálfan mig varðar myndi ég taka þá ákvörðun sjálfur og ég myndi ekkert sjá eftir henni. En að sjálfsögðu yrðu einhverjir aðrir svekktir yfir því,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir