Billie Eilish opnar sig um ástarlífið

Söngkonan Billie Eilish.
Söngkonan Billie Eilish. AFP/Mike Coppola

Söngkonan Billie Eilish hefur komið hreint fram, hún mun ekki vera vinur neins sem lyktar ekki vel. 

Þessu deilir hún í viðtali við YouTube-stjörnuna Ameliu Dimoldenberg en söngkonan, sem er 22 ára, segir að góður ilmur sé það sem henni finnist oft mest aðlaðandi í fari fólks. 

„Góð lykt er eiginlega númer eitt. Ég get alveg stundum leitt það hjá mér, en það er klárlega það fyrsta sem ég tek eftir. Ég hef mjög sterkt lyktarskyn þannig að ef einhver ilmar mjög vel þá er ég líklegri til að falla fyrir þeim,“ segir Eilish.

Er ekki að leita af ástinni

Eilish var líka spurð út í hvað það er sem kveikir í henni og hún var ekki lengi að svara, en hún sagði að ástríða skipti öllu máli. Hún deildi því svo að henni líkaði ekkert sérstaklega mikið við það þegar hún verður ástfangin því þá finnst henni hún missa tökin. 

„Ég verð alveg klikkuð þegar ég verð hrifin af annarri manneskju. Þegar ég var yngri var ekkert þeirra sem mér líka við sem vildi mig til baka, allavega ekki sem ég veit af. Það var svo niðurdrepandi. Það er sorglegt,“ segir Eilish.

Hún bætir við að hennar stærsta vandamál þegar kemur að ástinni sé henni langi að hafa stjórn á aðstæðum en auk þess eigi hún erfitt með að berskjalda sig á rómantískan hátt.

„Ég sé mig ekki fyrir mér í alvarlegu sambandi með neinum þangað til ég finn réttu manneskjuna, en ég er bara ekkert spennt fyrir því eins og staðan er núna,“ segir Eilish. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir