Fylgismenn Trump eru honum hliðhollir

Þjóðarstoltið er mikið.
Þjóðarstoltið er mikið. Samsett mynd

Stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaefni Repúblikanaflokksins, hafa á síðustu dögum flykkst á húðflúrstofur víðs vegar um Bandaríkin í kjölfar skotárásar sem átti sér stað á framboðsfundi Trump í Pennsylvaníu á laugardag.

Skotmaðurinn, Thomas Matthew Crooks, hafði komið sér fyrir á húsþaki í um 120 metra fjarlægð og skaut fjölda riffilskota að ræðustólnum. Engu mátti muna að hann hæfði Trump í höfuðið en kúlan strauk hægra eyra hans.

Fréttaljósmynd sem náðist af Trump, aðeins örfáum sekúndum eftir tilræðið, hefur farið eins og stormsveipur um heiminn. Ljósmyndin, sem sýnir Trump með hnefann á lofti og umkringdan öryggisvörðum, þykir bera vott um styrk, hugrekki og samtakamátt Bandaríkjamanna og hafa því fjölmargir látið húðflúra á sig þetta augnablik í sögu Bandaríkjanna.

Fylgismenn Trump hafa margir hverjir deilt myndum og myndskeiðum á samfélagsmiðlum undanfarna sólarhringa og státað sig af nýjum Trump-húðflúrum sínum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup