Magnús Kjartansson fær hjartastein

Magnús Kjartansson tónlistarmaður.
Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson verður fjórði listamaðurinn sem fær hjartastein sér til heiðurs við Bæjarbíó í Hafnarfirði.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri afhjúpar steininn á laugardaginn fyrir framan Bæjarbíó klukkan 18.30.

Magnús er Keflvíkingur en Hafnfirðingar eiga einnig mikið í honum, að því er segir í tilkynningu frá Bæjarbíói.

Bjó í Hafnarfirði í 33 ár

Þar segir að Magnús hafi búið í Hafnarfirði í 33 ár en á þeim tíma hafi hann verið „viðriðinn upptökur, útsetningar, hljóðfæraleik og upptökustjórn á mörgum af þekktustu lögum 8. 9. og 10. áratug síðustu aldar“.

Þar eru nefnd Brimkló, HLH flokkurinn, Halli og Laddi, Brunaliðið, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Geirmundur Valtýsson.

Í Hafnarfirði hafi hann samið mörg af sínum þekktustu lögum. Magnús er fjórði listamaðurinn sem hlýtur hjartastein í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup