Átta Íslendingar hlutu tilnefningar til Emmy-verðlauna

Úr fjórðu þáttaröð True Detective.
Úr fjórðu þáttaröð True Detective.

Átta Íslendingar eru tilnefndir til Emmy-verðlauna í ár.

Eins og sagt var frá í gær hlaut kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson tilnefningu í flokki framúrskarandi frumsaminna tónverka fyrir þáttaseríu. Tón­list­in sem um ræðir er úr þátt­un­um Silo úr smiðju AMC Studi­os og eru sýnd­ir á AppleTV+.

Sjö Íslendingar hlutu einnig tilnefningar fyrir vinnu sína í bandarísku þáttaröðinni True Detective: Night Country, en sú hlaut í heildina 19 tilnefningar. Þáttaröðin, sem sló áhorfsmet hjá HBO, var að stórum hluta tekinn upp á Íslandi, í Keflavík og á Dalvík, og komu margir Íslendingar að framleiðslu þeirra.

Þau sem hlutu tilnefningar fyrir True Detective: Night Coutry eru Skúli Helgi Sigurgíslason fyrir hljóðblöndun, Eggert „Eddi“ Ketilsson fyrir tæknibrellur, Alda B. Guðjónsdóttir fyrir val á leikurum, Linda Garðar og Rebekka Jónsdóttir fyrir búningaval og þær Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir fyrir förðun.

Sjón­varpsþætt­irn­ir Shog­un sveipuðu að sér flest­um til­nefn­ing­um eða 25 tals­ins og sjón­varpsþætt­irn­ir The Bear 23. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan