Bob Newhart er látinn 94 ára að aldri

Grínistinn lést eftir stutt veikindi.
Grínistinn lést eftir stutt veikindi. AFP/Kevin Winter

Grínistinn Bob Newhart er látinn 94 ára að aldri eftir stutt veikindi. 

Þetta kemur fram í  tilkynningu frá Jerry Digney fjölmiðlafulltrúa hans. 

Bob fæddist í Oak Park í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Hann stundaði nám í viðskiptafræði í Háskólanum Loyola í Chicago. Eftir að hann lauk námi fór hann í bandaríska herinn í tvö ár og reyndi svo við lögfræði áður en að hann hóf grínferil sinn. 

Glæstur ferill Bob

Bob Newhart hélt úti tveim vinsælum sjónvarpsþáttum á áttunda og níunda áratugnum. Það voru þættirnir „The Bob Newhart Show“ og „Newhart“. Þættirnir slógu í gegn og voru í sýningu í samtals 16 ár eða frá 1972 til 1990. 

Þá hlaut hann fyrstu Emmy-verðlaunin sín 83 ára að aldri fyrir aukahlutverk sitt í gamanþáttunum „The Big Bang Theory.“

Bob átti líka feril í gríntónlist en fyrsta platan hans „The Button-Down Mind of Bob Newhart,“ var fyrsta grín platan til að ná efsta sæti á Billboard vinsældalistanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir