Jolie biður Pitt um að draga dómsmál til baka

Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt.
Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt. AFP

Leikkonan Angelina Jolie hefur fengið sig fullsadda af rifrildum við fyrrverandi eiginmann sinn, leikarann Brad Pitt. Skilnaðurinn hefur verið einstaklega erfiður en hún hefur nú beðið hann um að draga málssókn sína um víngerð þeirra á Château Miraval-vínökrunum í Frakklandi til baka. 

Fyrrverandi hjónin höfðu skipt eigninni jafnt á milli sín þegar sambandið var í blóma en Pitt vill fullt eignarhald yfir víngerðinni rétt eins og yfir öllum öðrum eignum og fyrirtækjum sem þau áttu saman.

„Pitt á allar eignir sem parið átti. Hann á núna líka öll fyrirtækin sem þau áttu en hann vill samt meira og hefur lagt fram kæru á hendur Jolie sem krefur hana um 67 milljón bandaríkjadali, plús refsibætur,“ segir Paul Murphy, lögfræðingur Jolie.

Málið byrjaði þegar leikkonan ákvað að selja sinn hlut í víngerðinni, en það reddi Pitt vegna þess að hann taldi söluna stangast á við þeirra samning. Hann heldur því fram að í samningnum hafi hún aðeins mátt selja honum hlutinn í víngerðinni.  

Pitt er sagður leggja fram kæruna til að refsa og stjórna Jolie. Lögfræðingurinn segir að hegðun Pitt komi alls ekki á óvart en leikkonan hefur lítið annað um að velja en að halda áfram í málinu. 

Jolie og Pitt skildu árið 2016 eftir 14 ára samband en þau eiga saman sex börn. Skilnaðurinn hefur verið hrikalega erfiður en leikkonan hefur nú forræði yfir börnunum. Hún hefur áður sagt það opinberlega að börnin og samverustundirnar með þeim hafi bjargað sér í gegnum skilnaðinn.

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar