Opnaði sýningu um hvalasafn

Ævar Harðarson arkitekt og áhugamaður um allt sem tengist hvölum.
Ævar Harðarson arkitekt og áhugamaður um allt sem tengist hvölum. Eyþór Árnason

„Markmið verkefnisins var að kanna hvort skapa mætti áhugaverðan arkitektúr úr efniviði sem tengist hvölum og hvalveiðum. Tilgangurinn er enn sá sami enda hefur fátt breyst í umræðu um hvalveiðar á Íslandi á fjörutíu árum.“

Þetta segir Ævar Harðarson arkitekt og deildarstjóri hverfisskipulags hjá Reykjavíkurborg en fyrr í sumar opnaði hann sýninguna FAXI - Ferðasaga hugmyndar í arkitektar galleríinu Arctic Space á Óðinsgötu 7.

Lokaverkefni sem varð að engu

Hugmyndina á bak við sýninguna má rekja til ársins 1985, þegar Ævar var að stunda nám í arkitektúr í Osló. Á sama tíma á Íslandi höfðu verið að skapast líflegar umræður í um framtíð hvalveiða. 

Sýningin er bland af upprunarlegu og nýju efni.
Sýningin er bland af upprunarlegu og nýju efni. Eyþór Árnason

„Ég var að safna efni í lokaverkefni og skoða hvort það mætti gera eitthvað úr þessu og þaðan varð til hugmynd um að teikna hvalasafn við hliðina á hvalstöðinni. En vegna persónulegra ástæðna tókst mér ekki að gera verkefni úr þessu,“ segir Ævar.

Á fund með forsætisráðherra

Verkefnið sat alltaf með Ævari og hélt hann áfram að vinna að því sér til gamans. Árið 1988 kynntist hann síðan góðvini sínum Kristjáni Davíðssyni sem stakk upp því að Ævar myndi eiga fund með þáverandi forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, og kynna þessa hugmynd.

„Bakgrunnurinn var svolítið, hvernig getum við kynnt okkar sjónarmið og höfðað til ferðamanna. Þá voru bara um 150 þúsund ferðamenn að koma til Íslands og vantaði eitthvað til að laða þá að, sem og til að kynna íslenskan sjávarútveg og auðlindir.“

Þjóðsögur og örnefni eiga stóran þátt í sýningunni.
Þjóðsögur og örnefni eiga stóran þátt í sýningunni. Eyþór Árnason

Steingrími leist það vel á hugmyndina að hann sendi Ævar til þáverandi sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, sem var einnig svo hrifin að hann sendi Ævar til Kristjáns Loftssonar.

„Ég kom út úr fundinum með Kristjáni búin að hitta forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og aðal karlinn í sjávarútveginum og hvalveiðum á einni viku. Ég hélt að ég væri kominn með verkefnið. En svo gerðist aldrei neitt.“

Fjóra áratugi í dvala

Eftir nærri fjóra áratugi vakti Ævar verkefnið úr dvala, akkúrat um það leyti sem umræður í samfélaginu um hvalveiðar fóru á stað á ný.

„Ég átti verkefnið inni í geymslu en svo byrjuðu þessar umræður í fyrra af einhverjum krafti. Þá gerði Rán Flygenring teiknari grein á Vísi og datt mér í hug að skoða þetta aftur. Svo átti ég 67 ára afmæli í vor og dustaði þá rykið af þessu og bjó til þessa sýningu.“

Nafnið á verkefninu kemur úr þjóðsögunni „FAXI“ en árið 1988 þegar Ævar var að vinna að því rakst hann á skýringar á fjölmörgum örnefnum Hvalfjarðar, eins og Hvalsnesi, Faxaflóa, Hvalfirði og Hvalvatni. Samnefnari þessara skýringa var þjóðsagan um FAXA.

Sýningin sjálf samanstendur af upprunalegum teikningum og módelum af hugmyndinni ásamt nýju efni. Þar með talið bókinni „Faxi - ferðasaga hugmyndar,“ sem er enn í vinnslu. Mikið af efninu tengist þjóðsögum Hvalfjarðar og náttúru hans. 

„Mitt markmið er bara sýningin og bókin. En ef einhver vill kaupa hvalasafn þá er það til sölu.“

Faxaflói dregur nafn sitt úr þjóðsögunni um manninn Faxa sem …
Faxaflói dregur nafn sitt úr þjóðsögunni um manninn Faxa sem breytist í hval. Eyþór Árnason

Áhugasamir um söguna á bak við sýninguna geta kynnt sér hana frekar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir