Baltasar og Theron á lokametrunum í viðræðum við Netflix

Það eru spennandi hlutir að gerast í Hollywood?
Það eru spennandi hlutir að gerast í Hollywood? Samsett mynd

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og stórleikkonan Charlize Theron eru sögð vera á lokametrunum í samningaviðræðum um leikstjórn og aðalhlutverk í Netflix-spennumyndinni Apex. 

Handritið skrifaði Jeremy Robbins, en hann hefur heillað Netflix og stórstjörnur upp úr skónum. Fram kemur á vef Deadline að handritinu sé best lýst sem góðri blöndu af kvikmyndunum Free Solo og Silence of the Lambs, en söguþráðurinn fylgir klettaklifrara sem stödd er í óhugnanlegum aðstæðum og finnur að hún er elt í óbyggðunum. 

Verkefnið er sagt afar sjaldgæft miðað við kvikmyndabransann í dag þar sem mörg hæfileikaríkustu nöfn heims koma saman, en Baltasar Kormákur og Theron eru efst á óskalista Netflix fyrir kvikmyndina. Þá er handritið sagt hafa talað mikið til þeirra beggja sem er ekki sjálfsagt þar sem þau eru þekkt fyrir að vanda valið þegar kemur að kvikmyndaverkefnum þeirra. 

Theron stofnaði nýlega framleiðslufyrirtækið Denver and Delilah Productions ásamt vinum sínum Dawn Olmstead, Beth Kono og AJ Dix en áætlað er að þau muni sjá um framleiðslu kvikmyndarinnar í samstarfi við Baltasar Kormák og RVK Productions. Einnig mun framleiðslufyrirtækið Chernin Entertainment leggja fram krafta sína en það er þekktast fyrir framleiðslu sína á kvikmyndum Planet of The Apes, Hidden Figures og The Greatest Showman.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar