Ferðaáhrifavaldur lést eftir hátt fall

Aanvi Kamdar var aðeins 27 ára þegar hún lést.
Aanvi Kamdar var aðeins 27 ára þegar hún lést. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Aanvi Kamdar lést síðstliðinn þriðjudag eftir að hafa fallið niður 107 metra háan foss á Indlandi. Hún hafði verið að taka myndband af sér við brún fossins en missti jafnvægið og hrapaði ofan í hamragil. 

Kamdar sem var 27 ára, vann sem bókari en ferðaðist reglulega heimshorna á milli og deildi ævintýrum sínum á Instagram.

Kamdar var að skoða Kubhe-fossinn á Indlandi ásamt vinum sínum þegar hörmungarnar áttu sér stað. Vinir hennar hringdu strax í lögreglu og hjálparsveitir sem komu fljótt á staðinn en sökum veðurs og erfiðra aðstæðna gengu björgunaraðgerðir hægt.

Var enn með meðvitund þegar hún fannst

Að sögn björgunarmannsins Shantanu Kuveskar klifruðu sex viðbragðsaðilar niður klettana og um fimmtíu aðstoðuðu ofan á klettabrúninni. Kamdar var með meðvitund þegar hún fannst en lést stuttu eftir komu hennar á spítala. 

Fylgjendur hennar eru skelfingu lostnir yfir sorgafréttunum en Kamdar var lýst sem lífsglaðri, góðhjartaðri og ævintýragjarnri ungri konu. 

„Ég trúi þessu ekki. Ég er miður mín og ég get ekki sofið út af þessu. Hún var ein af góðhjörtuðustu manneskjum sem ég þekki, segir Aakanksha Monga ferðaáhrifavaldur og vinkona Kamdar

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að losa þig við það sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Allt tekur enda um síðir, hafðu það í huga þegar þú ert við það að gefast upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að losa þig við það sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Allt tekur enda um síðir, hafðu það í huga þegar þú ert við það að gefast upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup