Fjölbreytt hátíðarhöld um land allt um helgina

Götubitahátíðin vinsæla verður í Hljómskálagarðinum.
Götubitahátíðin vinsæla verður í Hljómskálagarðinum. Ljósmynd/Jón Ragnar Jónsson

Þegar helgin gengur í garð eru eflaust margir Íslendingar að velta fyrir sér hvar sé mest um að vera á landinu.

Meðal hátíða sem verða haldnar um og yfir helgina er Sumar- og bjórhátíð Lyst á Akureyri, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Í Reykjavík fer fram einn stærsti matarviðburður ársins, eða Götubitahátíðin. Þar geta landsmenn fengið svar við spurningunni hver sé besti götubiti landsins. Spurning sem eflaust ófáir Íslendingar eru að velta fyrir sér.

Kíkt á ball eftir keppni

Hlaupahátíðin á Vestfjörðum hófst í gær en á hátíðinni er keppt í hlaupum, hjólreiðum, sjósundi og þríþraut.

Á laugardaginn eftir keppni geta keppendur kíkt á ballið á Ögurhátíðinni í Ögri við Ísafjarðardjúp og fengið sér rabarbaragraut með rjóma.

Annars staðar á Vestfjörðum verður bæjarhátíðin á Þingeyri, Dýrafjarðardagar, og Bryggjuhátíðin sem er skemmtileg fjölskylduhátíð á Drangsnesi.

Bæjar- og listahátíðir fyrir norðan og austan

Fyrsta stopp á Norðurlandi er á Húnavöku, bæjarhátíð Blönduóss, og verður um nóg að velja þar fyrir gesti og gangandi.

Á Siglufirði er listahátíðin Frjó haldin, sem er listahátíð með tónlist, myndlist og ljóðalestri svo eitthvað sé nefnt.

Ár hvert eru Miðaldadagar á Gásum, 11 kílómetrum frá Akureyri, haldnir til að endurskapa þennan forna kaupstað.

Kaupstaðurinn verður opinn kl. 10-16 báða dagana og er frítt fyrir gesti. Á Þórshöfn verður bæjarhátíðin Bryggjudagar og er dagskráin fjölbreytt að vanda.

Á Austurlandi fer fram annars vegar listahátíðin LungA á Seyðisfirði og hins vegar sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samskipti þín við makann eru eitthvað stirð í dag. Með smávegis átaki tekst þér hins vegar ábyggilega að bræða hann. Farðu í ferðalag ef þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samskipti þín við makann eru eitthvað stirð í dag. Með smávegis átaki tekst þér hins vegar ábyggilega að bræða hann. Farðu í ferðalag ef þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup