Um 34 þúsund manns hafa séð kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, í bíó.
Þetta kemur fram í tilkynningu og segir þar að myndin sé tekjuhæsta kvikmyndin á Íslandi í ár.
Á fimmtudagskvöldið voru feðgarnir Baltasar og Pálmi Kormákur, einn af aðalleikurum myndarinnar, viðstaddir sérstaka hátíðarsýningu á Snertingu á kvikmyndahátíðinni í Taormina, á Sikiley.
Myndin var þá sýnd utandyra í hinu forna, sögufræga hringleikahúsi eyjarinnar – Teatro antico di Taormina.