Gulir vagnar á götunum í sumar

Stefán Leó Garðarsson beið eftir farþegum í Bankastræti á miðvikudagsmorgun. …
Stefán Leó Garðarsson beið eftir farþegum í Bankastræti á miðvikudagsmorgun. Gulir Tuk Tuk-vagnar setja svip sinn á miðborgina í sumar. mbl.is/Anton Brink

Víða erlendis njóta Tuk Tuk-vagnar vinsælda meðal ferðamanna og síðasta áratuginn eða svo hafa slíkir vagnar sést reglulega á götum Reykjavíkur. Í það minnsta yfir sumartímann þegar hér er gestkvæmt og líf er í miðbænum.

Fyrirtækið Tuk Tuk Tours Iceland gerir út nokkra vagna og setja þeir óneitanlega svip á bæinn, gulir að lit og nokkuð frábrugðnir bílaflota landsmanna.

Stefán Leó Garðarsson, bílstjóri og leiðsögumaður, stóð vaktina í á miðvikudaginn og beið eftir áhugasömum ferðalöngum í Bankastrætinu þegar útsendarar Morgunblaðsins voru á ferð. Hann sagði að sumarið hefði verið nokkuð annasamt til þessa.

Fjölskyldur reka fyrirtækið

„Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Pabbi minn og systkini hans reka það ásamt fjölskyldum,“ segir hann glaður í bragði.

Stefán segir að fyrirtækið geri út fjóra Tuk Tuk-vagna. Hinir eru í geymslu og eru til taks á Skarfabakka þegar skemmtiferðaskipin leggjast þar að.

Vinsælt er hjá ferðamönnum að fá öðruvísi leiðsögn um miðborgina og myndast oft mikil og góð stemning hjá hópum.

Vagnarnir eru smáir í sniðum og komast á staði sem stærri ökutæki komast kannski ekki á. Sex farþegar rúmast í hverjum vagni en þægilegast er fyrir fjóra fullorðna að deila vagni.

Fyrir hálftíma ferð greiðir hver 5.000 krónur en 7.500 krónur fyrir klukkutíma.

Mikil gleði var hjá gæsahópnum

„Það hefur gengið ágætlega í sumar þó það megi auðvitað alltaf ganga betur. Við höfum aðallega fengið túrista en það mættu kannski koma fleiri Íslendingar.

Við höfum þó fengið fólk sem er að skemmta sér, til dæmis gæsahóp sem var mjög ánægður. Þar var mikið stuð,“ segir ekillinn Stefán.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka